Meistaramót | Lokamót International Pairs
260
page-template-default,page,page-id-260,translatepress-is_IS,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.1.2,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

Lokamót International Pairs

Lokamót International Pairs

Fyrirkomulag

 

  • Vinningsliðið úr Kiðjabergi tekur þátt í óopinberu heimsmeistaramóti International Pairs, sem er 36 holu punktakeppni, betri bolti með ¾ forgjöf.
  • Æfingahringur verður daginn áður en keppni hefst.
  • Þátttaka í lokamóti International Pairs er sigurliði Meistaramótsins í betri bolta algjörlega að kostnaðarlausu.

Staður og stund

 

  • Lokamót International Pairs fer fram á hinu glæsilega, fimm stjörnu Dona Filipa hóteli og Altos Pinheiros golfvellinum á Algarve í Portúgal.
  • Mótið verður dagana 26-30 október 2021. 
  • Verðlaunin fyrir vinningsliðið fela í sér; 4 nætur á glæsilegu 5 stjörnu hóteli, æfingahringur daginn fyrir mót, 2 hringir á móti,  mótttaka fyrir allar þátttökuþjóðir, ókeypis aðgangur að æfingsvæði, matur á golfvelli og gala kvöldverður á lokakvöldinu.

Um International Pairs

 

  • International Pairs Worldwide var stofnað í Englandi 1999 og hefur síðan þá vaxið jafnt og þétt í það að verða að stórum alþjóðlegum viðburði.
  • Viðburðurinn er sérstakur fyrir þær sakir að allir golfarar yfir 18 ára aldri hafa þar tækifæri til að verða fulltrúar lands síns í stórum alþjóðlegum viðburði, á jafnréttisgrundvelli og óháð getustigi – hefur viðburðurinn því verið kallaður óopinbert heimsmeistaramót í betri bolta með forgjöf.
  • Allt kapp er lagt á að gera umgjörð lokamótsins sem glæsilegasta, allur aðbúnaður fyrir keppendur er fyrsta flokks og leikið er til þrautar, þ.e. bráðabani er notaður til að skera úr um úrslit verði lið jöfn að lokinni keppni.