Meistaramót | Reglur og upplýsingar
263
page-template-default,page,page-id-263,translatepress-is_IS,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.1.2,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

Reglur og upplýsingar

Reglur og upplýsingar

INTERNATIONAL PAIRS 

TÍMARAMMI

 

 • Meistaramótið í betra bolta fer fram 15. maí til 20. ágúst 2021
 • Opinni forkeppni skal lokið 20. ágúst 2021.
 • Íslenska lokamótið fer fram í ágúst 2021 hjá Golfklúbbi Kiðjabergs.
 • Lokamót International Pairs 2021 fer fram í október 2021.

FORMÁLI

 

Meistaramótið í betri bolta fer nú fram í annað skipti og er forkeppni til að velja fulltrúa Íslands í óopinberri heimsmeistarakeppni í betri bolta, lokamóti International Pairs golfmótsins. International Pairs Worldwide var stofnað í Englandi 1999 og hefur síðan þá vaxið jafnt og þétt í það að verða að stórum alþjóðlegum viðburði. Viðburðurinn er sérstakur fyrir þær sakir að allir golfarar yfir 18 ára aldri hafa þar tækifæri til að verða fulltrúar lands síns á jafnréttisgrundvelli og óháð getustigi.

Skipuleggjendur viðburðarins – Sódavatnssystur ehf. (kt: 480317-0760), í samstarfi við styrktaraðila, áskilja sér allan rétt til breytingar á meðfylgjandi reglum upp að því marki sem nauðsynlegt er til að hægt sé að halda viðburðinn á tilhlýðilegan hátt.

Mótsstjórn samanstendur af fulltrúum Sódavatnssystra ehf. og aðalsamstarfsaðila við framkvæmd mótsins (Sýn hf.), auk fulltrúa Golfklúbbs Kiðjabergs. Allar ákvarðanir mótsstjórnar eru endanlegar.

Með því að skrá sig til þátttöku í Meistaramótinu í betri bolta staðfesta keppendur að þeir muni fara eftir og hlýta þeim reglum sem settar eru fram í þessu skjali.

Meistaramótið í betri bolta fellur undir reglu 4-2 g í áhugamannareglum R&A varðandi greiðslu á keppniskostnaði og hefur sambandið staðfest það.

Þátttökugjald er 3.900 kr. fyrir netkeppni.

Við vonum að þú njótir þess að taka þátt í Meistaramótinu í betri bolta og hlökkum til að sjá þig á vellinum.

Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá endilega samband við skipuleggjendur í netfangið info@meistaramot.is.

STYRKTARAÐILAR

 

 • Bylgjan og Stella Artois léttöl eru aðalstyrktaraðilar mótsins og ljá því nauðsynlegan stuðning svo það geti farið fram.

OPIN UNDANKEPPNI

 • Meistaramótið í betri bolta er keppni þar sem heiðarleiki og drengskapur eru í
  fyrirrúmi.
 • Allir kylfingar á Íslandi, 18 ára og eldri, sem skráðir eru í golfklúbb og hafa gilda forgjöf eru gjaldgengir þátttakendur í Meistaramótinu í betri bolta þegar þeir hafa greitt þátttökugjaldið á vefsíðunni meistaramot.is. eða hafa skráð sig í eitt af sex (6) opnu mótunum.
 • Undankeppnin fer fram á tvennan hátt:
  • A. Kylfingar skrá sig á vefnum meistaramot.is. Þar skrá þeir svo 3 bestu
   punktaskor tímabilsins 15. maí – 16.ágúst 2021.
  • B. Kylfingar taka þátt í einu eða fleiru af opnu mótunum.

Netkeppnin:

  • Allir löglegir hringir sem skráðir eru til forgjafar á ofangreindu tímabili gilda, hvort sem þeir eru leiknir í öðru golfmóti eða ekki. Skila má skori frá hvaða löglega golfvelli sem er.
  • Hægt er að uppfæra skráð skor eins oft og þarf, komi kylfingur inn á betri skori en hann hafði áður skráð á umræddu tímabili.
  • Meðaltal þessara þriggja punktaskora þegar lokað er fyrir skráningu ræður svo lokastöðu undankeppninnar.
  • 5 efstu kylfingarnir að loknu tímabilinu öðlast þátttökurétt, ásamt gesti að eigin vali, í íslenska lokamótinu sem fram fer hjá Golfklúbbi Kiðjabergs í ágúst 2021.
  • Einnig mun hæsta skor í hverri viku frá 15.júni og út júlí öðlast keppnisrétt í íslenska lokamótinu í Kiðjabergi 29.ágúst.
  • Þeir þátttakendur sem verða í verðlaunasæti samþykkja að framvísa staðfestingu á löglegu skori falist mótshaldarar eftir því (mynd af skoryfirliti af golf.is). Að auki áskilja mótshaldarar sér rétt til að biðja kylfing um að sýna sér skoryfirlitið á vefnum við skráningu í lokamótið.

Opnu mótin

  • Sumarið 2021 verða haldin sex opin mót. Þar er spilað í tveggja manna liðum-betri bolti. Báðir liðsmenn þurfa að skrá sig í mótið. 5 (fimm) efstu liðin úr hverju móti öðlast keppnisrétt í lokamótinu í Kiðjabergi 29.ágúst 2021.

   Eftirfarandi mót verða haldin:

   Golfklúbbur Suðurnesja-Leiran 22.maí 2021
   Golfklúbbur Mosfellsbæjar 12.júní 2021
   Golflklúbbur Akureyrar 19.júní 2021
   Golfklúbbur Grindavíkur 19.júní 2021
   Golfklúbbur Sandgerðis  14.júlí 2021
   Golfklúbbur Reykjavíkur 7.ágúst 2021

 

 • Íslenska lokamótið er spilað í tveggja manna liðum, betri bolti, og því bjóða þátttakendur úr netkeppninni með sér gesti sem þeir vilja keppa með í lokamótinu. Gestir skulu vera 18 ára eða eldri, skráðir í golfklúbb og með gilda forgjöf. Liðin sem vinna til verðlauna í opnu mótunum keppa saman í lokamótinu.
 • Geti liðið af einhverjum ástæðum ekki þegið sæti í lokamótinu skal sætið ganga til næsta kylfings í röðinni út frá skori.
 • Lokamótið í Kiðjabergi er þeim sem hafa öðlast þátttökurétt þar að kostnaðarlausu.

UPPLÝSINGAR FYRIR KEPPENDUR

 

 • International Pairs er einn stærsti viðburður sinnar tegundar í heiminum og óopinber heimsmeistarakeppni áhugamanna í betri bolta.
 • Framkvæmd íslenska lokamótsins og heimsmeistaramótsins er eins nálægt atvinnumannamótum og mögulegt er. Jafntefli verða útkljáð í bráðabana eftir því sem hægt er.
 • Hundruð þúsunda golfara hafa tekið þátt í undankeppnum International Pairs um allan heim.
 • Umgjörð lokamótanna er engu lík og eitthvað sem allir ættu að gefa sér kost á að upplifa.
 • Meistaramótið í betri bolta leggur áherslu á keppni með skemmtun, gleði og íþróttamannslega hegðun að leiðarljósi.
 • Opin undankeppni fyrir íslenska lokamótið er haldin með það að markmiði að gefa sem flestum möguleika á því að vinna sér inn rétt til þátttöku í lokamótinu.
 • Eftir lokamótið standa tveir hefðbundnir áhugakylfingar uppi sem sigurvegarar og fulltrúar Íslands í heimsmeistaramótinu. 
 • Þátttaka í íslenska lokamótinu er þeim að kostnaðarlausu sem vinna sér inn sæti.
 • Þátttaka í heimsmeistaramótinu er sigurvegurum íslenska lokamótsins að kostnaðarlausu.
 • Miði er möguleiki, ein leið til að komast í lokamótið er í gegnum netkeppnina þannig að skráðu þig strax í dag.  Þaðan komast 5 hæstu keppendurnir.  Hin leiðin er að taka þátt í einu eða fleirum af sex (6) opnu mótum sumarsins en þaðan munu fimm (5) efstu liðin úr hverju móti komast í lokamótið.
 • Hægt er að spila hringi undankeppninnar á hvaða löglega golfvelli sem er, svo lengi sem hringurinn er löglegur til forgjafar.
 • Sigurvegarar íslenska lokamótsins, og þar með fulltrúar Íslands í heimsmeistaramótinu, geta ekki tekið þátt í íslensku undankeppninni árið eftir.

FORGJAFARMÁL

 

 • Allir þátttakendur skulu hafa löglega forgjöf.
 • Opna undankeppnin er miðuð út frá punktaskori eins og það birtist í gegnum forgjafakerfi GSÍ (Golfbox). Röð keppenda ræðst af punktameðaltali 3 bestu hringja.
 • Í betri boltanum á lokastigum keppninnar (íslenska lokamótinu og heimsmeistaramótinu) er notast við ¾ af forgjöf.
 • Hámarksforgjöf í íslenska lokamótinu og heimsmeistaramótinu er 32 fyrir karla og 36 fyrir konur, eða 24 og 27 miðað við ¾ af forgjöf. Þetta breytir því ekki að öllum er heimil þátttaka, óháð forgjöf.
 • Í íslenska lokamótinu spilar leikmaður á forgjöf eins og hún stendur þegar mótið fer fram. 
 • Í heimsmeistaramótinu spilar leikmaður á forgjöf eins og hún stendur þegar mótið fer fram sé hún lægri eða jöfn forgjöf leikmannsins eins og hún var í íslenska lokamótinu. Hafi hún hækkað spilar hann á forgjöf eins og hún var í íslenska lokamótinu. 
 • Gefi leikmaður upp rangt skor, hvort sem er í undankeppninni eða á síðari stigum er honum vísað úr keppni, jafnvel þó um sé að ræða einföld mistök. 
 • Sama á við ef leikmaður skrifar undir rangt skorkort á síðari stigum

ÍSLENSKA LOKAMÓTIÐ

 

 • Alls vinna 40-50 kylfingar/lið sér sæti í lokamótinu í gegnum netkeppnina og bjóða með sér liðsfélaga eða fimm efstu sæti úr hverju opnu móti. Lið mega samanstanda af tveimur körlum, tveimur konum eða einum karli og einni konu.
 • Lokamótið er betri bolti með ¾ forgjöf.
 • Ef tvö eða fleiri lið verða jöfn í efsta sæti gerist eftirfarandi:
  1. Besta skorið á holum 10-18 ræður. Ef enn er jafnt þá skor á holum 13-18, síðan 16-18 og að lokum skor á 18 holu ef enn er jafnt.
  2. Ef enn er jafnt skal telja stakar holur aftur á bak frá 17 til 1.
  3. Ef óviðráðanlegar aðstæður, s.s. veður, koma í veg fyrir að hægt verði að klára keppnisdaginn er mótstjórn heimilt að stytta hringinn í 9 holur.
  4. Ef ekkert sigurlið fæst eftir ofangreint er sigurliðið valið með hlutkesti.  
 • Ákvörðun um hvort leik skuli haldið áfram í erfiðum aðstæðum er á forræði dómara eða stjórnanda keppninnar.
 • Ef mótinu er frestað af óviðráðanlegum orsökum verður fundin ný dagsetning og keppendur halda sæti sínu. Komist keppandi ekki í slíku tilfelli færist keppnisréttur til þess leikmanns sem var í næsta sæti á eftir í undankeppninni og svo koll af kolli.
 • Sigurvegarar lokamótsins verða krýndir sigurvegarar Meistarmótsins í betri bolta 2021 og verða fulltrúar Íslands í lokamóti International Pairs í Portúgal.
 • Ýmis önnur verðlaun verða svo veitt í lokahófi mótsins.

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ – LOKAMÓT INTERNATIONAL PAIRS

 

 • Ísland á eitt sæti í lokamóti International Pairs.   
 • Mótið fer fram í október 2021.
 • Ef mótinu er frestað af óviðráðanlegum orsökum verður fundin ný dagsetning og keppendur halda sæti sínu. Komist annar keppenda ekki í slíku tilfelli er hinum leyfilegt að velja annan til að fara með sér. Komist hvorugur færist keppnisréttur til þess liðs sem var í öðru sæti í íslenska lokamótinu.
 • Keppendur bera ábyrgð á eigin ferðatryggingum og ferðagögnum.

 

 

Sjáumst hress á golfvellinum.