Meistaramótið í betri bolta fer nú fram í fyrsta skipti og er forkeppni til að velja fulltrúa Íslands í óopinberri heimsmeistarakeppni í betri bolta, lokamóti International Pairs golfmótsins. International Pairs Worldwide var stofnað í Englandi 1999 og hefur síðan þá vaxið jafnt og þétt í það að verða að stórum alþjóðlegum viðburði. Viðburðurinn er sérstakur fyrir þær sakir að allir golfarar yfir 18 ára aldri hafa þar tækifæri til að verða fulltrúar lands síns á jafnréttisgrundvelli og óháð getustigi.
Skipuleggjendur viðburðarins – Melrakkinn viðburðir ehf. (kt: 480317-0760), í samstarfi við styrktaraðila, áskilja sér allan rétt til breytingar á meðfylgjandi reglum upp að því marki sem nauðsynlegt er til að hægt sé að halda viðburðinn á tilhlýðilegan hátt.
Mótsstjórn samanstendur af fulltrúum Melrakkans viðburða ehf. og aðalsamstarfsaðila við framkvæmd mótsins (Sýn hf.), auk fulltrúa Golfklúbbs Kiðjabergs. Allar ákvarðanir mótsstjórnar eru endanlegar.
Með því að skrá sig til þátttöku í Meistaramótinu í betri bolta staðfesta keppendur að þeir muni fara eftir og hlýta þeim reglum sem settar eru fram í þessu skjali.
Meistaramótið í betri bolta fellur undir reglu 4-2 g í áhugamannareglum R&A varðandi greiðslu á keppniskostnaði og hefur sambandið staðfest það.
Þátttökugjald er 3.900 kr.
Við vonum að þú njótir þess að taka þátt í Meistaramótinu í betri bolta og hlökkum til að sjá þig á vellinum.
Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá endilega samband við skipuleggjendur í netfangið info@meistaramot.is.
Sjáumst hress á golfvellinum.