*Ath. með því að skrá þig á meistaramótið samþykkir þú skilmála meistaramótsins
Allir löglegir hringir sem skráðir eru til forgjafar gilda, hvort sem þeir eru leiknir í öðru golfmóti eða ekki. Skila má skori frá hvaða löglega golfvelli sem er. Hægt er að uppfæra skráð skor eins oft og þarf, komi kylfingur inn á betri skori en hann hafði áður skráð á umræddu tímabili. Meðaltal þessara þriggja punktaskora þegar lokað er fyrir skráningu ræður svo lokastöðu undankeppninnar.
38 efstu kylfingarnir, auk 10 kylfinga sem verða dregnir út, að loknu tímabilinu öðlast þátttökurétt, ásamt gesti að eigin vali, í íslenska lokamótinu sem fram fer hjá Golfklúbbi Kiðjabergs 16. ágúst.
Þeir þátttakendur sem verða í verðlaunasæti samþykkja að framvísa staðfestingu á löglegu skori falist mótshaldarar eftir því (mynd af skoryfirliti af golf.is). Að auki áskilja mótshaldarar sér rétt til að biðja kylfing um að sýna sér skoryfirlitið á vefnum við skráningu í lokamótið.
Íslenska lokamótið er spilað í tveggja manna liðum, betri bolti, og því bjóða þátttakendur með sér gesti sem þeir vilja keppa með í lokamótinu. Gestir skulu vera 18 ára eða eldri, skráðir í golfklúbb og með gilda forgjöf.