Meistaramót | Spurt og svarað
546
page-template-default,page,page-id-546,translatepress-is_IS,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,footer_responsive_adv,qode-content-sidebar-responsive,qode-theme-ver-10.1.2,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

Spurt og svarað

Spurt og svarað

Hvernig tek ég þátt?

Þú skráir þig hér á síðunni og greiðir þátttökugjaldið, 3.900 krónur. Þá færðu úthlutað þínu eigin svæði þar sem þú skráir 3 bestu punktaskorin þín á tímabilinu 15. maí til 16. ágúst. Ef þú ert svo meðal 5 efstu í lok sumars eða átt hæsta skorið í einhverri viku sumarsins frá 15.júní þá geturðu byrjað að hugsa hverjum þú vilt bjóða með þér í lokamótið til að keppa um ein glæsilegustu verðlaun sem veitt hafa verið í íslensku golfmóti.

Einnig verða haldin sex opin mót í sumar. Þar er spilað í tveggja manna liðum-betri bolti. Báðir liðsmenn þurfa að skrá sig í mótið.  Fimm efstu liðin úr hverju móti öðlast keppnisrétt í lokamótinu í Kiðjabergi í ágúst 2021.

 

Eftirfarandi mót verða haldin:

Golfklúbbur Suðurnesja-Leiran 22. maí 2021
Golfklúbbur Mosfellsbæjar 12.júní 2021
Golfklúbbur Akureyrar 19.júní 2021
Golfklúbbur Grindavíkur 19.júní 2021
Golfklúbburinn Keilir 31.júlí 2021
Golfklúbbur Reykjavíkur 7.ágúst 2021

 

Hvar get ég séð yfirlit yfir punktafjölda golfhringjanna minna?

Þú skráir þig inn á Golfbox síðuna þína. Vinstra megin á henni smellirðu á „skor“ og svo þar fyrir neðan á „yfirlit“. Þá ertu kominn með töfluna sem sýnir punktaskor viðkomandi hringja.

Hvað ef ég gleymi að skrá skorið mitt?

Það eru litlar líkur á því vegna þess að við munum minna þátttakendur á það og það er um að gera að skrá bestu skorin reglulega. Fylgdu okkur endilega á Facebook því þar munum við tilkynna um útdráttarvinninga og allt það helsta sem gerist, auk þess að minna á skil. Svo fá allir tölvupóst í lok tímabils þar sem þeir verða minntir á að skrá skorið.

 

Get ég uppfært skor sem ég hef þegar skráð inn á meistaramot.is?

Já, það er minnsta mál. Ef þú ert þegar búinn að slá inn skor en kemur svo inn á hærra punktaskori ferðu einfaldlega inn á svæðið þitt á vefnum, velur lægsta skorið sem þú varst búinn að slá inn, ýtir á „Breyta“ hnappinn og slærð inn nýja skorið.

 

Hvenær lýkur undankeppninni?

Allir hringir spilaðir frá 15. maí til og með 16.ágúst gilda í undankeppninni.

 

Get ég skráð skorið mitt aftur í tímann?

Að sjálfsögðu. Öll punktaskorin þín frá 15. maí telja í undankeppninni og þú getur skráð þau allt þar til við lokum fyrir skráningu þann 16.ágúst.

 

Hvenær verða úrslit tilkynnt?

Við stefnum á að tilkynna um 5 efstu í netkeppninni eigi síðar en 20. ágúst. Reglulega munu úrslit verða ljós bæði úr opnu mótunum og vikulegu netkeppninni.

Borgar sig að skrá sig snemma?

Að sjálfsögðu. Til dæmis mun efsta skor í netkeppninni í hverri viku frá 15.júní öðlast þátttökurétt á lokamótinu í Kiðjabergi, til að hljóta þau þarftu auðvitað að vera í pottinum.

 

Er ekki hætta á að menn skili inn röngu skori?

Nei, í fyrsta lagi treystum við á drengskap keppenda og í öðru lagi þá kemur fram í keppnisskilmálum að þeir sem enda í verðlaunasæti þurfi að sýna fram á rétta skráningu með því að senda okkur mynd af skoryfirlitinu sínu.

 

Kostar eitthvað aukalega að keppa í íslenska lokamótinu eða heimsmeistaramótinu?

Nei, þeir sem vinna sér sæti í íslenska lokamótinu þurfa ekki að greiða aukalega fyrir það og sigurvegararnir þar fá allan kostnað við ferðina í heimsmeistaramótið greiddan.

 

Á ég nokkuð á hættu að missa áhugamannaréttindin ef ég sigra vegna þess hversu vegleg verðlaunin eru?

Nei. Meistaramótið í betri bolta fellur undir reglu 4-2 g í áhugamannareglum R&A varðandi greiðslu á keppniskostnaði og hefur sambandið staðfest það.

 

Hverjir standa að Meistaramótinu í betri bolta?

Sódavatnssystur ehf. halda mótið í samstarfi við Bylgjuna og Stella Artois léttöl. Eigendur Sódavatnsstystra ehf. eru Kristín Eysteinsdóttir og Valdís Arnardóttir.